Hörpugull
Musterisblóm
Musterisblóm
Ekki tókst að hlaða upplýsingar um afhendingartíma.
Efni: 100% íslensk ull
Metrar og þyngd: 170m/50g í dokku
Prjónastærð: 3 - 5 mm.
Hver dokka inniheldur einfaldan hvítan Þingborgarlopa sem er unninn úr sérvalinni fyrsta flokks lambsull. Til að ná fram björtum og skínandi litum er hvítur lopi handlitaður með ediksýrulitun sem að gerir hverja dokku einstaka og ólíka annarri - allt eftir því hversu fylltur liturinn er.
Nafnið var valið því liturinn minnir á blaðlit MUSTERISBLÓMS sem er blaðfallegur fjölæringur sem blómstrar áberandi blómkólfum að sumri en geta verið bæði hvítir, bleikir eða rauðir eftir yrkjum. Plantan vill helst vera í skjólgóðum og sólríkum stað.
-
Þvottaleiðbeiningar:
Leggðu flíkina í volgt vatn (30°C) með mildri sápu. Látið hana liggja í vatninu í fimm mínútur. Takið hana svo upp úr, vindið varlega og leggið í hreint skolvatn. Kreistið skolvatnið úr og leggið á handklæði til þerris. Mótið flíkina til og sléttið úr.
Share
