Um okkur

Eigendur Hörpugulls eru mæðgurnar þrjár Harpa Ólafsdóttir, Halla Ósk og Sigríður Embla Heiðmarsdætur. 

Harpa Ólafsdóttir er reynslumikil prjónakona sem hefur verið virkur meðlimur í starfi Þingborgarhópsins frá stofnun hans árið 1991. Konurnar í þeim hóp hafa frá upphafi unnið ötult starf í þágu íslensku ullarinnar m.a. með framleiðslu Þingborgarlopans sem er unnin af Ístex fyrir Þingborg - úr fyrsta flokks lambsull (sem þingborgarkonur sérvelja) til að auka gæði hans og mýkt. 

Halla Ósk Heiðmarsdóttir er áhugaljósmyndari og handverkskona. Hún hefur komið litaúrvali Hörpugulls á veraldarvefinn, unnið að því sem snýr að hönnun og prentun fyrir Hörpugull vörurnar - auk þess að eiga manninn sem sér um tæknimál fyrirtækisins, Tómas Héðinn Gunnarsson.

Sigríður Embla Heiðmarsdóttir er garðyrkjufræðingur sem sérhæfir sig í fjölærum plöntum, hún nýtti þá þekkingu sína við að velja heiti litarefnanna við blóm- eða blaðliti plantna.

Hörpugull hefur verið í framleiðslu frá 2021 og er til sölu í nokkrum handverksverslunum ásamt því að við leitum uppi handverkshátíðir og stillum upp bás. Ef þú vilt komast í snertingu við vörurnar okkar áður en þú kaupir geturðu farið á eftirfarandi staði og endilega fylgdu okkur á samfélagsmiðlum þar sem við auglýsum þær handverkshátíðir sem við heimsækjum.

Ullarverslunin Þingborg
Við Þjóðveg 1, 8km austan við Selfoss, 801 Selfoss

Íslenska ullarvinnslan
Hrísmýri 5
800 Selfoss

Sögusafnið (Saga Museum)  
Grandagarður 2
101 Reykjavík